Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Golli

Hvalfjarðargöng verða lokuð í nótt, aðfararnætur fimmtudags 7. maí frá klukkan 20:00 til klukkan 06:00 að morgni vegna framkvæmda og viðhalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna ræsagerðar verður hringvegur 1 lokaður við Sveinatungu í Norðurárdal frá miðnætti fimmtudaginn 7. maí til kl. 06:00 að morgni föstudagsins 8. maí. Vegfarendum er bent á Laxárdalsheiði og  Bröttubrekku á meðan.

Vegna vinnu við vegriði á Kringlumýrarbraut á kaflanum frá Listabraut að Nýbílavegi verða smá umferðartafir í dag 06. maí frá kl. 10:00 til kl.15:00  

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert