Reykjavíkurborg kaupir Varmadal

Úr kynningu borgarstjóra. Hugmynd að nýtingu lóða í Varmadal ofan …
Úr kynningu borgarstjóra. Hugmynd að nýtingu lóða í Varmadal ofan Esjumela. Af vef Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg hefur fest kaup á 165 hektara svæði af jörðinni Varmadal á Kjalarnesi.  Svæðið þykir henta vel fyrir atvinnustarfsemi eins og t.d. rekstur gagnavers þar sem tengivirki Landsnets er stutt frá.

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg greindi borgarstjóri frá málinu á opnum fundi um fjárfestingu sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan apríl. Nú hefur verið gengið frá kaupum og er vinna við deiliskipulag að hefjast. Kaupverðið er 312 milljónir króna og er seljandi Landey ehf.

Frétt mbl.is: Lóðakaup fyrir gagnaver við Esjuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert