Stúkan nær ekki í tæka tíð frá Kína

Knattspyrnudeild Fram mun fá afnot af stúkunni í sumar.
Knattspyrnudeild Fram mun fá afnot af stúkunni í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áhorfendastúka sem smíðuð er í Kína kemur ekki til landsins í tæka tíð fyrir Smáþjóðaleikana þar sem hún hefði getað nýst.

Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, kaupir stúkuna á tíu milljónir króna. Hún er hugsuð fyrir íþróttafélög og félagasamtök til að leigja svo taka megi taka á móti fleiri áhorfendum á viðburði.

„Stúkan átti að koma á Smáþjóðaleikana en það mun ekki takast því hún var ekki pöntuð í tæka tíð,“ segir Frímann Ferdinandsson hjá ÍBR. Vegna tafa við framleiðsluna mun stúkan ekki ná í tæka tíð á Smáþjóðaleikana. „Það tekur tíma að framleiða stúkuna og flytja hana til Íslands. Við reiknum með að hún komi hingað um miðjan júní en leikarnir eru í byrjun júní, eftir 26 daga,“ segir Frímann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert