Vilja reisa bensínstöð í hraunjaðrinum

Á bensínstöð Costco í Bandaríkjunum.
Á bensínstöð Costco í Bandaríkjunum.

Gangi áætlanir bandaríska smásölufyrirtækisins Costco eftir mun bensínstöð þess rísa við verslunina sem til stendur að opna í Kauptúni í Garðabæ.

Þrátt fyrir að Kauptún tilheyri umhverfisverndarsvæðinu Urriðaholti við Urriðavatn þarf það ekki að koma í veg fyrir að Costco fái að selja þar eldsneyti.

Sé fyllsta öryggis gætt við uppsetninguna og öllum stöðlum fylgt gæti það vel gengið upp, segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert