Meðaldagvinnulaun frá 406 - 536 þúsund

Geislafræðingur að störfum.
Geislafræðingur að störfum. mbl.is/ÞÖK

Laun starfsfólks hjá ríkinu sem er í þeim BHM-félögum sem eru í verkfalli eru töluvert mismunandi skv. upplýsingum fjármálaráðuneytis um laun ríkisstarfsmanna, sem birt eru í samstarfi við heildarsamtök starfsmannanna.

Þá eru starfsstéttirnar í ólíkri aðstöðu til að lyfta heildarlaununum með yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þannig voru t.d. dagvinnulaun geislafræðinga sem starfa hjá ríkinu í fyrra að meðaltali 435.707 kr. á mánuði en heildarlaunin að meðtalinni yfirvinnu og vaktaálagi voru 669.707 kr.

Ljósmæður voru að meðaltali með 483.261 kr. í dagvinnulaun í fyrra en heildarlaunin að meðtalinni yfirvinnu og álagi voru 696.090 kr. á mánuði að jafnaði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert