Ráðuneytið hafi samþykkt áætlun RÚV

Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að fjármálaráðuneytið hafi staðfest að rekstrar- og aðgerðaáætlun Ríkisútvarpsins til næstu sex ára, sem samin hafi verið af stjórn og stjórnendum RÚV í samráði og samvinnu við nefnd þriggja ráðuneyta, fullnægi þeim skilyrðum sem RÚV voru sett í fjárlögum yfirstandandi fjárlagaárs.

Í umfjöllun um málefni RÚV í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Geir að ýmiss konar hagræðing í rekstri RÚV sé þegar komin fram og önnur í undirbúningi.

RÚV auglýsti nýverið eftir frétta- og dagskrárgerðarmönnum úti á landi og verkefnisstjóra fyrir barna- og ungmennaefni RÚV. Aðspurður segir Magnús Geir að þetta feli ekki í sér kostnaðarauka fyrir RÚV, heldur sé verið að forgangsraða upp á nýtt og bæta jafnvægi á milli frétta og dagskrár af landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert