Takmarka djúpristu skipa vegna aukinna grynninga utan við Höfn

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði. www.mats.is

Takmarka þarf djúpristu skipa sem sigla til og frá Höfn í Hornafirði vegna þess hve mikið hefur grynnkað á Grynnslunum, sandrifi sem er 200-300 metra utan við Hornafjarðarós.

Dýpið minnkaði um 1,5-2 metra frá því mælt var í janúar og þar til mælt var 1. maí, að því er segir í fundargerð hafnarstjórnar Hornafjarðar. Djúprista skipa á leið til Hafnar hefur verið takmörkuð við fimm metra af þessari ástæðu.

Nú þegar hefur skipi verið beint til annarrar hafnar að kröfu tryggingafélags vegna þessara aðstæðna. Ljóst þykir að fyrirtæki á svæðinu þurfi að breyta sínum áætlunum. Um 200.000 rúmmetrar af sandi hafa safnast fyrir á Grynnslunum á aðeins fimm mánuðum. Það þykir óvenjulegt á þessum árstíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert