Fólk sýni lit fyrir UNICEF

Hér fara keppendur skælbrosandi af stað í Litahlaupi. Fyrsta hlaupið …
Hér fara keppendur skælbrosandi af stað í Litahlaupi. Fyrsta hlaupið af þessu tagi fór fram í Bandaríkjunum árið 2012.

Breski grínistinn Eddie Izzard sem var með uppistand í Hörpu fyrr í vetur hvetur Íslendinga til að taka þátt í litahlaupinu sem fer fram 6. júní til að hjálpa börnum í nýju myndbandi sem UNICEF á Íslandi hefur birt. Izzard hefur verið velgjörðarráðherra UNICEF undanfarin ár en hluti skráningargjalda í hlaupið rennur til samtakanna.

Litahlaupið (e. Color Run) verður hlaupið í fyrsta skipti á Íslandi 6. júní. Það er fimm kílómetra skemmtihlaup þar sem áhorfendum gefst meðal annars kostur að kasta litapúðri yfir hlauparana á kílómetra fresti.

Tilkynnt var í dag um úthlutanir úr nýstofnuðum samfélagssjóði Litahlaupsins og lyfjafyrirtækisins Alvogen til að styðja réttindi og velferð barna. Fimm milljónum króna verður úthlutað úr sjóðnum og mun féð renna til Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra auk UNICEF. Alls hljóta UNICEF og Rauði krossinn fjórar milljónir króna úr sjóðnum en Íþróttasambandið eina milljón, að því er kemur fram í tilkynningu frá Litahlaupinu og Alvogen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert