Ísland tekið af boðslista ESB

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins (ESB).
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins (ESB). mbl.is/afp

„Það hefur verið tekin ákvörðun um að Íslandi verði ekki boðið á fundi sem umsóknarríki taka vanalega þátt í,“ segir Janis Berzins, talsmaður Lettlands sem formennskuríkis ESB.

Að sögn Berzins er hér um að ræða fyrstu breytinguna á verkferlum hjá Evrópusambandinu í kjölfar bréfs Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til sambandsins 12. mars sl. Þetta sé ákvörðun formennskuríkisins.

Berzins segir aðspurður ekki hægt að segja til um hvenær og þá hvort frekari breytingar verða gerðar á umræddum verkferlum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert