Gefa vilyrði um skattalækkanir

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur fengið vilyrði frá ríkisstjórninni um skattkerfisbreytingar, sem gagnist mest hinum tekjulægstu, til að liðka fyrir kjarasamningum, skv. heimildum Morgunblaðsins. SGS hefur ekki tekið afstöðu til þess enda engar tímasetningar mögulegra skattalækkana nefndar í plagginu.

Rætt var um tilboð Samtaka atvinnulífsins á sáttafundi SA og SGS í gær en SA meta það til 23,6% hækkunar á 3 árum. Þar er 8% sérstök hækkun dagvinnulauna en með auknum sveigjanleika vinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. Forsvarsmenn SGS hafa gagnrýnt tilboðið. „Þetta var ekki hefðbundinn samningafundur, heldur vinnufundur þar sem hugmyndir voru þróaðar áfram,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.

Tilboð SA felur í sér að laun hækki um 6% á þessu ári, 4,5% á næsta ári og 3% á árinu 2017. Yfirvinna á skv. tilboðinu að lækka úr 80% í 50% en á móti hækki laun um 2%, skv. heimildum innan SGS. Þá yrði dagvinnutíminn lengdur og yrði frá kl. 6 á morgnana til 19 á kvöldin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert