Haldið sofandi í öndunarvél

Landspítalinn Fossvogi
Landspítalinn Fossvogi mbl.is/Sigurður Bogi

Dreng sem slasaðist alvarlega við verslun Krónunnar í Vallarkór í Kópavogi á laugardagskvöldið er enn haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hans er óbreytt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð slysið með þeim hætti að ungur ökumaður í æfingaakstri fipaðist þegar hann var að leggja bifreið fyrir utan verslunina á áttunda tímanum um kvöldið. Í stað þess að stíga á bremsu steig hann á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að ungi drengurinn, sem var á gangstétt fyrir utan verslunina, klemmdist á milli bifreiðarinnar og hússins.

Barninu haldið sofandi

Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er manni sem slasaðist alvarlega í fjórhjólaslysi í gær einnig haldið sofandi í öndunarvél og er líðan hans óbreytt.

Maður­inn var á fjór­hjóli við Glaðheima á Fjalla­bak­sleið nyrðri þegar slysið átti sér stað um miðjan dag í gær. Það var ferðafélagi hins slasaða sem hringdi í Neyðarlínu eftir aðstoð. Um 25 manns frá björgunarsveitum fóru af stað en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann á sjúkrahús. 

Maðurinn er alvarlega slasaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert