Hjúkrunarfræðingar á leið í verkfall

Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala. mbl.is/Golli

Félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu verkfallsboðun hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins. 76,28% félagsmanna tóku þátt og voru 90,65% fylgjandi verkfallsboðuninni. 

Hafi samningar ekki tekist á miðnætti 27. maí nk. hefst ótímabundið verkfall rúmlega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga. 

Land­lækn­ir lét hafa það eft­ir sér um helg­ina að ef til verk­falls kæmi færi ástandið í heil­bigðis­kerf­inu al­gjör­lega úr bönd­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert