690 milljónir í malbikunarframkvæmdir

Malbikunarframkvæmdir hefjast á morgun.
Malbikunarframkvæmdir hefjast á morgun. mbl.is/Þórður

Í sumar verða 111 þúsund fermetrar af malbiki lagðir á rúma 16 km gatna í Reykjavík. Það er fyrir utan vinnu Vegagerðarinnar við stofnbrautir og malbiksviðgerðir. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir 690 milljónum í malbikun nú í ár og er það 250 milljón króna hækkun frá síðasta ári. 

Framlag í ár er það sama og var árið 2008 að núvirði. Malbikun í Reykjavík var boðin út í tveimur hlutum og er Malbikunarstöðin Höfði lægstbjóðandi í báðum útboðum.   

Malbikunarvinna sumarsins í Reykjavík hefst á morgun en þá verður fræst á Neshaga, Hofsvallagötu og Nesvegi. 

Á mánudag verður malbik lagt á þessar götur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæði og virða hraðatakmarkanir og merkingar um hjáleiðir, að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert