Segir Skagafjörð „Sikiley Íslands“

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Skagafjörður er Sikiley Íslands,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, á Facebook-síðu sinni en tilefnið er umfjöllun á fréttavefnum Stundin þar sem gert er að því skóna að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hætta umsóknarferlinu að Evrópusambandinu snúist ekki síst um hagsmuni Kaupfélags Skagfirðinga og íbúa Skagafjarðar. Ekki síst með tilliti til útflutnings á lambakjöti til Rússlands. Útflutningur á makríl vegi þó þyngst í vaxandi útflutningi til landsins.

Sikiley, sem hluti Ítalíu, er þekkt meðal annars fyrir tengsl eyjarinnar við ítölsku mafíuna Cosa Nostra. Líflegar umræður hafa skapast um ummælin á Facebook-síðu Birgittu og eru skiptar skoðanir um samlíkinguna. Sumir taka undir ummælin en öðrum þykir ómaklega vegið að Kaupfélagi Skagfirðinga og Skagfirðingum.

Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert