OG kakan hvarf

Hún var fljót að hverfa kakan í Nýló í dag.
Hún var fljót að hverfa kakan í Nýló í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boðið var til veislu í Nýlistarsafninu dag er  verkið OG var kynnt til sögunnar.

„Verkið OG býður í fjöruga kökuveislu í Nýlistasafninu þar sem alræmd hugtök halda uppi góða skapinu og gómsæt samtenging verður á boðstólum. Kökuveislan hefst tímalega kl.13 og stendur eingöngu yfir í 30 mínútur. Eftirmálar gjörningsins verða til sýnis til 7.júní,“ segir í tilkynningu frá Listahátíð Íslands.

Höfundur gjörningsins er Steinunn Gunnlaugsdóttir

Raddlistamenn eru Böðvar Jakobsson og Björgvin Andersen

„Steinunn Gunnlaugsdóttir fæddist á Íslandi árið 1983. Hún vinnur að myndlist og notar ýmsa miðla og aðferðir til að vinna verk sín t.d. teikningu, myndbönd, ljósmyndir, skúlptúra og gjörninga. Kjarninn í verkum Steinunnar eru tilvistar átök innra með hverri mannskepnu og átök hennar við allar þær ytri formgerðir og kerfi sem umkringja hana,“ segir á vef Listahátíðar Íslands um sýninguna í Nýlistasafninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert