Veittu hjartahnoð um borð í vél WOW Air

Farþegi um borð í vél WOW Air á leið frá Alicante til Keflavíkur í nótt fékk hjartastopp og þurftu farþegar að veita honum hjartahnoð í rúmar 20 mínútur.

Farþegi um borð í vélinni segir að kona mannsins hafi haft samband við flugfreyjur vélarinnar og sagt að honum liði illa. Fór hann svo í hjartastopp. Var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og voru þá tveir hjúkrunarfræðingar og einn læknir sem gáfu sig fram og skiptust annar hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn á að hnoða manninn í um 20 mínútur. Þá var einnig notast við hjartastuðtæki sem var um borð í vélinni og súrefniskút.

Ákvað flugstjórinn að lenda vélinni í Glasgow í Skotlandi þar sem læknateymi kom inn í vélina og sótti manninn. Var vélin lent um 40-50 mínútum eftir að maðurinn fékk hjartastoppið. Var hann kominn til meðvitundar fyrir lendinguna.

Eftir að vélin flaug áfram til Íslands tilkynnti flugmaðurinn farþegum að ástand mannsins væri stöðugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ólafur Ragnarsson: WOW
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert