Reyndi að taka af honum símann

Halldór Bragason.
Halldór Bragason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason segir farir sínar, og annarra íbúa í Þingholtunum í Reykjavík, ekki sléttar vegna umferðar rútubifreiða um hverfið þar sem götur eru gjarnan frekar þröngar. Segir hann „rútuþjáningar“ íbúanna halda áfram í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti í gærkvöldi. Þá hafi risastór rúta þurft að bakka í Þingholtsstræti frá Bankastræti og alla leið suður á laufásveg vegna þess að hún hafi hvergi getað beygt í þröngum götunum. Þá er hann mjög ósáttur vegna samskipta við lögreglumann sem var á staðnum vegna málsins.

„Munaði engu að ég fengi rútuna inn um stofugluggann og tók ég því myndband af atvikinu til að eiga fyrir tryggingafélagið ef rútan myndi rekast í heimili mitt. Lögreglan bannaði myndatökur og var mjög ógnandi við mig reyndi að rífa af mér símann en ég lagði hann niður og hljóðritaði samtal við lögreglumanninn. sem heimtaði nafn og kennitölu sem ég sagði honum ljúflega Ég fylgdi fyrirmælum valdsins í hvívetna og var staddur inná minni eignarlóð og ekki fyrir neinum og truflaði ekki neinn ekki lögreglu eða aðra. Ég spyr í hvers konar landi búum við?“

Fylgjast má með samskiptum Halldórs við lögreglumanninn á myndbandinu hér að neðan.

Rútuþjáningar íbúa í 101

Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram. Í kvöld þurfti risastór rúta að bakka í Þingholtsstræti frá Bankastræti alla leið suður á Laufásveg vegna þess að hún gat hvergi beygt þarna í þröngum götum í 101. Munaði engu að ég fengi rútuna inn um stofugluggann og tók ég því myndband af atvikinu til að eiga fyrir tryggingafélagið ef rútan myndi rekast í heimili mitt. Lögreglan bannaði myndatökur og var mjög ógnandi við mig reyndi að rífa af mér símann en ég lagði hann niður og hljóðritaði samtal við lögreglumanninn. sem heimtaði nafn og kennitölu sem ég sagði honum ljúflega Ég fylgdi fyrirmælum valdsins í hvívetna og var staddur inná minni eignarlóð og ekki fyrir neinum og truflaði ekki neinn ekki lögreglu eða aðra. Ég spyr í hvers konar landi búum við? #reykjavik

Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert