Vildi að fáni Hinsegin kórsins yrði tekinn niður

Mynd/Hinsegin kórinn

Hinsegin kórinn hélt í gær vortónleika í Seltjarnarneskirkju. Um klukkustund áður en tónleikarnir hófust kom karlmaður á þrítugsaldri og vildi fá að taka niður hinsegin fánann sem hékk á fánastöng við kirkjuna. Þurfti að kalla á lögreglu til að aðstoða kórinn.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin kórsins skrifar um atvikið á Facebook-síðu kórsins. Segir hann að maðurinn hafi lýst því yfir að ekki væri boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks. 

„Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús,“ skrifar Gunnlaugur.

Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fáninn yrði tekinn niður

Segir hann að fyrstu viðbrögð starfsmanna kirkjunnar hafi verið að fjarlægja fánann enda væri ekki venjan að flagga slíku á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprest fékk kórinn þó loks leyfi tl að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. 

Í samtali við mbl.is segir Gunnlaugur að kórinn hafi furðað sig nokkuð á þessum viðbrögðum kirkjunnar, enda sé það svo að margar kirkjur á landinu eigi sjálfar hinsegin fána. Þá hefur kórinn haldið tónleika vítt og breitt, meðal annars í kirkjum, og alltaf flaggað regnbogafána í tilefni tónleikanna.

Gunnlaugur segir að þá hafi maðurinn hafið aðgerðir til þess að fjarlægja og stela fána kórsins. „Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa. Þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga var lögregla kölluð til. Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær því okkar allra bestu þakkir fyrir aðstoðina,“ skrifar Gunnlaugur.

Þá ákvað kórinn að afhenda kirkjunni fánann sem gjöf að loknum tónleikum.

Það er von okkar að þar verði honum flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika.“

„Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla,“ skrifar Gunnlaugur. 

Tilkynning frá Hinsegin kórnum. Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...

Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015
Meðlimir Hinsegin kórsins þurftu að standa vörð við fánastöngina í …
Meðlimir Hinsegin kórsins þurftu að standa vörð við fánastöngina í gær. Mynd/Anna Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert