Fundað fram á nótt á Alþingi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Þingmenn héldu áfram að ræða um fundarstjórn forseta á Alþingi í kvöld. Enn eru fimmtán þingmenn á mælendaskrá, þegar þetta er skrifað, en þar af aðeins einn stjórnarliði. Bendir því allt til þess að fundað verði langt fram á nótt.

Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt harðlega hve fáliðað er á meðal stjórnarliða í þinghúsinu í kvöld.

Síðdegis í dag var samþykkt að halda kvöldfund á Alþingi, en aðallega stjórnarþingmenn studdu tillögu þess efnis. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa óskað eftir því að málið verði tekið af dagskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert