„Alltaf langað til að búa til myndband með sprengingum og eldi"

Tímaritið Dazed and Confused lýsir nýju myndbandi Zebra Katz sem …
Tímaritið Dazed and Confused lýsir nýju myndbandi Zebra Katz sem satanísku. Myndbandið var tekið upp á Íslandi og er eftir íslenska framleiðslufyrirtækið Refur Creative. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Nýjasta tónlistarmyndband bandaríska listamannsins Ojay Morgan, sem er betur þekktur sem Zebra Katz, er komið á lista tímaritsins Dazed and Confused yfir myndbönd mánaðarins. Myndbandið, sem er við lagið You Tell 'Em, var tekið upp á Íslandi undir leikstjórn þeirra Harðar Sveinssonar og Helga Jóhannssonar hjá fyrirtækinu Refur Creative. 

„Þetta kom til af því Zebra var á landinu síðastliðið sumar. Leiðir okkar lágu saman í gegnum sameiginlegan kunningja sem hafði frétt af því að honum langaði að gera myndband á Íslandi," útskýrir Hörður. „Við fengum svo þetta lag í hendurnar og settumst niður til að útfæra hugmyndir og unnum þær áfram." Hörður segir textann mjög tækniskotinn og því hafi fljótlega komið upp hugmyndir um að notast við gamlar tölvur og skjái. „Okkur hafði líka alltaf langað til að búa til myndband með sprengingum og mikið af eld og stælum og við fórum því alla leið með eldvörpu og læti." 

Fyrirsæturnar Dýrfinna, Svala og Kolfinna ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz …
Fyrirsæturnar Dýrfinna, Svala og Kolfinna ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz við tökur á Reykjanesi. Ljósmynd: Hörður Sveinsson

Ojay Morgan hefur eytt töluverðum tíma á Íslandi og komið fram á nokkrum tónleikum hérlendis, meðal annars á Iceland Airwaves. Hann er hluti af nýrri bylgju bandaríska hip-hop listamanna sem flokkast undir „queer hip-hop" og sló fyrst í gegn þegar lag hans „I'm a Read" var spilað undir tískusýningu hjá Rick Owens á tískuvikunni í París árið 2012. 

Biblía kúlsins, Dazed and Confused lýsir nýja myndbandinu sem satanísku, „Þar sem gamlir tölvuskjáir, eldvörpur og sleggjur mætast," og líkir landslaginu við senum úr költ- kvikmyndinni Holy Mountain eftir Alejandro Jodorowsky. 

Ojay Morgan, þekktur undir sviðsnafninu Zebra Katz, klæðist íslenskri hönnun …
Ojay Morgan, þekktur undir sviðsnafninu Zebra Katz, klæðist íslenskri hönnun í myndbandinu. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Við tokum upp í 2 daga, einn dag á Reykjanesinu og einn dag í stúdíó í Kópavogi. Við vorum með frábært teymi til að hjálpa okkur. Hrafn Garðarssson skaut myndbandið Ýr Þrastardóttir sá um stiliseringu og notaði íslenskan fatnað og Flóra Buenano sá um förðun," segir Hörður en það voru fyrirsæturnar Svala, Kolfinna og Dýrfinna sem léku í myndbandinu.  Hann bætir við að það hafi verið einstaklega gaman að vinna með listamanninum. „Meiri orkubolti finnst varla og hann lagði sig allan í verkefnið."

Framleiðslufyrirrtækið Refur Creative samanstendur af þeim Helga Jóhannsyni, Atla Viðari …
Framleiðslufyrirrtækið Refur Creative samanstendur af þeim Helga Jóhannsyni, Atla Viðari Þorsteinssyni og Herði Sveinssyni, Ljósmynd/ Sigtryggur Ari

Framleiðslufyrirrtækið Refur Creative, sem samanstendur af þeim Herði Sveinssyni, Helga Jóhannsyni og Atla Viðari Þorsteinssyni hefur verið tilnefnt til Nordic Music Video verðlaunanna. Þau verða afhent þann 31.maí í Osló og er teymið tilnefnt fyrir tvö myndbönd, annað við lag Unnsteins og hitt fyrir Marketu Irglovu. 

Myndbandið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert