Árásarmennirnir látnir lausir

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Mennirnir þrír sem taldir eru hafa gengið í skrokk á manni í Iðufelli í Breiðholti síðastliðinn mánudag hafa verið látnir lausir. Rannsókn málsins er langt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í þessari viku rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í Iðufelli síðdegis á mánudag. Þrír menn gengu í skrokk á manni fyr­ir allra aug­um úti á götu. 

Slógu mennirnir þrír mann­inn með járn­röri og spörkuðu til hans þar sem hann lá á jörðinni. Lög­regla kom fljót­lega á vett­vang og hand­tók árás­ar­menn­ina þrjá. Þoland­inn var flutt­ur á slysa­deild með áverka.

Fram kom í frétt DV á mánudag að um hafi verið að ræða upp­gjör á skuld og að viðkom­andi þolandi hafi orðið fyr­ir slík­um inn­heimtuaðgerðum áður.  

Fréttir mbl.is um málið:

Rannsaka alvarlega líkamsárás

Alvarleg líkamsrás í Fellunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert