Besta Eurovision-veðrið á Akureyri

Eins og mbl.is greindi frá um síðustu helgi sýndi langtímaveðurspáin ekki gott veður í kortunum á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn. Spáin í dag sýnir að Akureyringar fá besta veðrið. Er þar spáð hálfskýjuðu og 4-6 stiga hita. Víða annars staðar er spáði rigningu, að undanskyldu Suð-Austurlandi.

Í Reykjavík er spáð rigningu og 4-6 stiga hita á laugardagskvöldið.  Á Suðurlandi verður hálfskýjað framan af degi en fer svo að rigna um kvöldið. Á sunnudaginn er hins vegar spáð fínu veðri á Suðurlandi, heiðskýru og allt að 10 stiga hita.

Á Vestfjörðum er spáð rigningu framan af degi en það gæti stytt upp um kvöldið áður en fer svo aftur að rigna á sunnudaginn. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert