„Ég er upp með mér“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir lítur á áskorun til framboðs varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem …
Ragnheiður Ríkharðsdóttir lítur á áskorun til framboðs varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem hrós. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fundi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi var Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, gestur og fékk hún áskorun um að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi, sem haldinn er í lok október.

„Mér finnst Ragnheiður hafa verið mjög vaxandi á þessu kjörtímabili og hún hefur sagt að hún gefi ekki áfram kost á sér að loknu þessu tímabili. Mér líst því mjög vel á að hún taki eitt kjörtímabil sem varaformaður,“ sagði Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi í samtali við mbl.is. Það var hún sem skoraði á Ragnheiði að bjóða sig fram á umræddum fundi. 

Ragnheiður segist líta á áskorunina sem hrós en framboð til varaformanns sé ekki á dagskránni. „Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt en er ekkert að hugsa um þetta. Ég er bara upp með mér að einhverjum skyldi detta þetta í hug.“ Þrátt fyrir það ætli hún ekki að bjóða sig fram. „Það má mikið breytast hjá mér til að sú hugsun fæðist. Ég er alls ekki að íhuga neitt í þá veru,“ sagði Ragnheiður í samtali við mbl.is. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert