Klofna um innflutning holdanautasæðis

Holdanautastofnarnir hér koma undan fáum nautum og eru orðnir úrkynjaðir. …
Holdanautastofnarnir hér koma undan fáum nautum og eru orðnir úrkynjaðir. Miklar framfarir verða með innflutningi erfðaefnis frá Noregi. Ljósmynd/Malín Brand

Stjórn Bændasamtaka Íslands klofnaði í afstöðunni til aðferða við innflutning holdanautasæðis frá Noregi.

Í frumvarpinu er opnað á þann möguleika að nota innflutt holdanautasæði fyrir kýr á sérvöldum búum og selja gripina þaðan þegar héraðsdýralæknir heimilar.

Þetta fyrirkomulag styður stjórn Landssambands kúabænda og kúabændur í stjórn BÍ. Meirihluti stjórnar BÍ styður hins vegar tillögur um að nota sæðið á sérstakri sóttvarnarstöð, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert