Sandur út um allt

Gríðarlegt magn af sandi sem þarf að fjarlægja af götum …
Gríðarlegt magn af sandi sem þarf að fjarlægja af götum og stígum. mynd/Reykjavíkurborg

Vinna við hreinsun gatna og gönguleiða gengur hægar en undanfarin ár vegna mikils magns af sandi á stéttum og stígum sem dreift var til hálkuvarna í vetur. Starfsmenn verktaka hafa því orðið að vinna lengri vinnudaga en áætlað var, að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Forsópun (fyrri umferð) tefst í Hliðunum, Lauganeshverfi og Bökkunum og Hólunum í Breiðholti frá því sem fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.  Í miðborginni gekk einnig hægar þar sem bílum var lagt jafnóðum í stæði þó búið væri að setja upp skilti við götur.

Þrátt fyrir þessar tafir seinkar verkinu ekki í heild. Hreinsun gatna og stíga í borginni á að vera lokið fyrir 13. júní. 

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert