Slitabú opin fyrir gjaldþrotaleiðinni

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Árni Sæberg

Eignasafn Seðlabanka Íslands, sem á mikilla hagsmuna að gæta í fimm slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja, telur koma til álita að gjaldþrotaleið verði valin við uppgjör þeirra.

Ræður þar mestu að meðan á slitameðferð stendur er ekki unnt að greiða inn á kröfur, jafnvel þó að búin hafi nú þegar innheimt stærstan hluta útistandandi krafna sinna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að slitastjórnirnar vilji kanna fýsileika þessarar leiðar. Þó mun bindandi álit Ríkisskattstjóra, sem nú hefur verið dregið til baka, hafa valdið nokkru bakslagi í þreifingum í átt að uppgjöri. Nú bíða stjórnirnar eftir nýju áliti og niðurstaða þess mun ráða miklu um hvort gjaldþrotaleiðin verður fyrir valinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert