Snjór í Reykjavík

Er sumarið ekki örugglega komið?
Er sumarið ekki örugglega komið? mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eflaust einhverjir litið á dagatalið í morgun og kannað hvort það sýni ekki örugglega maí, ekki febrúar eða mars.

Rétt fyrir klukkan sjö í morgun dundu él á götum borgarinnar sem breyttist skömmu síðar í snjókomu og loks slyddu. Snjókoman lét sig þó fljótt hverfa og birti til á ný. 

Búast má við slydduéljum eða éljum á heiðum og fjallvegum um landið V- og N-vert í dag og í nótt.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn

Suðvestan og vestan 5-13 m/s og skúrir eða jafnvel slydduél. Hiti 2 til 7 stig. Úrkomulítið A-lands og hiti að 10 stigum yfir daginn. Norðvestan 8-15 í kvöld og rigning eða slydda N-til, annars úrkomulítið. Lægir og léttir til á morgun, fyrst um landið S- og V-vert. Hlýnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert