Stefnir í verkfall SGS

Frá fundi SGS í húsi ríkissáttasemjara.
Frá fundi SGS í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Styrmir Kári

Fátt getur komið í veg fyrir verkfall Starfsgreinasambands Íslands 28. og 29. maí. Fyrir stundu lauk samningafundi SGS með forsvarsmönnum SA og er staðan erfið, flókin og viðkvæm.

Þetta kemur fram í pistli sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, birti á heimasíðu félagsins.

Samtök atvinnulífsins hafa, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, óskað eftir að gerðar verði breytingar á kjarasamningum. Breytingar sem tengjast lengingu á dagvinnutímabili, virkum vinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur alfarið hafnað þessum hugmyndum á þeirri forsendu að alltof stuttur tími sé til að skoða, meta og yfirfara áhrif þessara breytinga á kjör fólks innan SGS. En við fyrstu sýn er æði margt sem bendir til þess að verkafólk væri að kaupa sína launahækkun að hluta til sjálft ef hugmyndir SA næðu fram að ganga.

SGS telur sig þurfa lengri tíma til að vega og meta tillögur SA og sjá hvort verkafólk myndi hljóta einhvern raunverulegan ávinning ef þær næðu fram að ganga. 

Hér er hægt að lesa grein frá Verkalýðsfélagi Akranes um þetta mál.

Fyrri frétt mbl.is um þessa kjaradeilu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert