Allt undir á Ingólfstorgi

Óhætt er að segja stemningin hafi verið góð á Ingólfstorgi í dag þegar hið árlega kassabílarallý Frostaskjóls fór fram. 550 börn af frístundaheimilum félagsmiðstöðvarinnar tóku þátt og kepptu um titla á borð við hraðskreiðasta bílinn, flottasta bílinn og besta stuðningsliðið. mbl.is var á staðnum.

Markmiðið með kassabílarallýinu er að skapa vettvang fyrir gleði og ánægju og setja endapunktinn á vetrarstarf frístundaheimila Frostaskjóls. Ásamt því að þjálfa börnin í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Þau þurfa meðal annars að velja fulltrúa úr hópunum til að keppa fyrir hönd frístundaheimilisins, auk þess sem þau skipta á milli sínu mörgum öðrum verkum m.a. við undirbúning kassabílsins, hönnun á fánum, hristum og skrauti fyrir stuðningsliðið og koma með hugmyndir að búningum og hvatningarópum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert