Deilt um styttingu náms til stúdentsprófs á þingi

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrirkomulag náms til stúdentsprófs er nú til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna spurði Illuga Gunnarsson ítarlegra spurninga varðandi styttingu náms til stúdentsprófs.

Spurði hún meðal annars hvers vegna ráðherran hafi synjað ósk Menntaskólans í Reykjavík um að bjóða áfram upp á fjögurra ára nám og að taka upp nemendur úr 9. bekk í grunnskóla. Vitnaði hún er orð Yngva Péturssonar, rektors Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann segir: „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að allir skólar séu ekki steyptir í sama mót.“

Þá spurði hún einnig hvaða áhrif stytting náms til stúdentsprófs hefði á stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. 

Illugi fjallaði í svari sínu  um stöðu menntakerfisins á Íslandi og sagði núverandi kerfi leiða til mikils brottfalls á meðal framhaldsskólanemenda. „Sveigjanleikinn sem sagður er vera í núverandi kerfi, virðist stuðla að brottfalli og miklu róti. 40% nemenda hafa ekki náð námslokum í framhaldsskóla eftir sex ára nám. Ísland er á botninum þegar kemur að samanburði við menntakerfi í öðrum löndum, það er þetta kerfi sem verið er að ræða um.“

„Allt of fáir nemendur fara í verknám, sú þróun og sú staðreynd að við erum eina landið í OECD með 14 ára grunnskólanám endurspeglast líka í því að nemendur í háskólum hér á landi útskrifast með BA eða BS próf rúmlega þrítug, að meðaltali. Það er miklu hærra en meðaltalið í OECD.“

Illugi benti á að BHM leggi áherslu á það í sinni menntastefnu að námstími til stúdentsprófs verði styttur.

„Sveigjanleikinn jókst með nýjum kjarasamningum og breytingum á vinnufyrirkomulagi. Það má heldur ekki gleyma því að við höfum þegar reynslu af þriggja ára námi til stúdentsprófs. Og hvað varðar fjölbreytileikann þá eru yfir 4 þúsund áfangar skráðir í gagnagrunn ráðuneytisins á meðan hver framhaldsskóli kennir að meðaltali um 200.“

Illugi sagði svo að ekki væri hægt að hafa sérreglur um Menntaskólann í Reykjavík „þótt góður skóli sé.“

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna spurði Illuga ítarlegra spurninga á …
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna spurði Illuga ítarlegra spurninga á þingi í dag, um styttingu framhaldsskólanna. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert