Fóru heim með fleiri spurningar

Fundurinn fór fram í Seljakirkju.
Fundurinn fór fram í Seljakirkju. mbl.is/Jim Smart

Að Rangárseli 16-20 í Breiðholti hefur um árabil verið rekinn íbúðakjarni fyrir fatlaða og hefur það verið í góðri sátt við íbúa hverfisins.

Nú standa yfir breytingar á fyrirkomulagi í húsinu og var af því tilefni haldinn opinn íbúafundur í Seljakirkju í fyrrakvöld. Þar vildu íbúar hverfisins fá að vita hvort orðrómur um að fíklar yrðu þar íbúar reyndist réttur.

Halldór Halldórsson, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var staddur á fundinum og segir hann fólk engin svör hafa fengið. „Fólk var áhyggjufullt og vildi fá svör. Það mætti á íbúafundinn til þess en fékk ekki skýr svör. Eiginlega fór fólk af íbúafundinum með fleiri spurningar en það kom með á hann,“ segir Halldór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert