Horfðu á fund Landsvirkjunnar í beinni

Landsvirkjun býður til opins fundar í Hörpu í dag undir yfirskriftinni „Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga –Tími til aðgerða“. Fundurinn er í beinni útsendingu á mbl.is. Útsendingin hefst um kl 8:30 og stendur til 10:45. Umfjöllunarefni fundarins snýst um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.

Framsögumenn á fundinum eru:
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 

Magnús Halldórsson, blaðamaður hjá Kjarnanum, stýrir fundi og pallborðsumræðum. 

Þátttakendur í pallborðsumræðum í lok fundar eru:
Halldór Björnsson
Halldór Þorgeirsson
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan
Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti - aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert