Kom sumarið í dag?

Veðrið klukkan 12 í dag.
Veðrið klukkan 12 í dag. Veðurvefur mbl.is

Töluverð blíða var um allan dag í hádeginu og hitinn skreið upp fyrir 10 gráður á Suðurlandi. Hálf- eða léttskýjað var á Austurlandi en heiðskírt á Suðurlandi og víða á Norðurlandi.

Mestur var vindurinn á Austurlandi, 11 metrar á sekúndu en annars staðar fór hann mest upp í 6 metra á sekúndu.

Með kvöldinu færast ský yfir höfuðborgarsvæðið og geta komið einstaka skúrir en hitinn helst ennþá nálægt 10 gráðunum. Heiðskírt verður á Norður- og Norðausturlandi í kvöld.

Spáin fyrir morgundaginn er ekki góð eins og áður hefur komið fram. Rigning eða skúrir verða um allt land en hitinn verður alls staðar yfir frostmarki. Í Reykjavík verður hann um 6 stig en vindurinn allt að 12 metrar á sekúndu.

Með morgundeginum léttir til á stökum stað en víðast hvar verður áfram úrkoma. 

Á sunnudaginn léttir aftur til á suðurhluta landsins og verður víða léttskýjað eða jafnvel heiðskýrt. Hitinn verður frá 7-10 stig.

Á norðurhluta landsins verður hins vegar úrkoma með slyddu eða rigningu. Hitinn verður þó víðast yfir frostmark, frá 3-8 stig.

Sjá veðurvef mbl.is

Sjá frétt mbl.is: Besta Eurovision-veðrið á Akureyri

Veðurspáin í fyrramálið.
Veðurspáin í fyrramálið. Veðurvefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert