Rammaáætlun ekki kastað fyrir róða

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, segist bera von í brjósti um að faglegum verkferlum rammaáætlunar verði ekki kastað fyrir róða. Í erindi á fundi Landsvirkjunar um loftslagsbreytingar í morgun sagði hún að góður árangur hafi náðst í virkjunarmálum með rammaáætlun.

Ráðherrann kom stuttlega inn á deilur um rammaáætlun sem hafa staðið yfir á Alþingi undanfarna viku í erindi sem hún hélt á opnum fundi Landsvirkjunar um loftslagsbreytingar í Hörpu í morgun. Þar sagði hún að nota mætti meira af endurnýjanlegri orku á Íslandi en gæta þyrfti að umhverfissjónarmiðum. Þó að deilt hafi verið um virkjanamál á þingi teldi hún góðan árangur hafa náðst í þeim málaflokki með rammaáætlun.

„Ég ber þá von í brjósti að skynsömum verkferlum verði ekki kastað fyrir róða. Við eigum og verðum að vernda náttúruperlur okkar,“ sagði Sigrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert