„Það er ekki hægt að fresta þeim“

Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna.
Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna. mbl.is

Verði starfsfólk á Keflavíkurflugvelli ekki búið að semja í kjaradeilu sinni fyrir 31. maí koma gestir Smáþjóðaleikanna ekki til landsins. Leikarnir eiga að standa 1.-6. júní í Reykjavík. Undirbúningur þeirra hefur tekið tvö ár.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, að von sé á 1.200 manns hingað lands vegna leikanna.

„Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki,“ segir Líney. „Það er ekki hægt að fresta þeim.“

Enn hafa engir gestir leikanna afboðað komu sína. 

Frétt Fréttablaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert