„Þetta er bara hrein þversögn“

„Auðvitað fer það ekki saman að segja við mann að honum sé óskylt að svara spurningum um sakarefni og hlusta svo í framhaldi af yfirheyrslunni á það sem hann kann að segja við aðra menn um sakarefnið,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar Einarssonar, um aðferðir sérstaks saksóknara við öflun upplýsinga.

Verjendur í Kaupþingsmálinu hafa farið hörðum orðum um þessar aðferðir í málflutningi sínum í vikunni. Þá hafi þeir ekki fengið aðgang að gögnunum til að geta undirbúið sig fyrir málareksturinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert