„Tillagan skref fram á við“

Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.

Fundi BHM og ríkisins lauk nú um klukkan 17 í dag og segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM að tillaga ríkisins á fundinum sé skref fram á við.

„Ríkið lagði fram ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að skoða betur. Við munum taka þetta til skoðunar og hitta þá aftur á morgun. Við hittumst um klukkan 10 í fyrramálið og hittum svo samninganefnd ríkisins sennilega um klukkan 15,“ segir Páll.

Aðspurður hvernig tillaga ríkisins hafi verið, segir hann tillöguna hafa verið skref fram á við. „Við metum það svo að þetta sé frekar skref fram á við. Þetta er í átt til lausnar ef við orðum það þannig.“ Spurður hvort tillagan sé ólík fyrri tillögum, svarar Páll að hún sé frekar framhald á fyrri tillögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert