Varað við stormi

Svona verður veðrið kl. 2 í nótt.Fjólublái liturinn sýnir vind …
Svona verður veðrið kl. 2 í nótt.Fjólublái liturinn sýnir vind á bilinu 16-22 m/s. Skjáskot/Veðurstofan

Veðurstofa Íslands varar stormi, meðalvindi meira en 20 m/s,  á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt og til fyrramáls.

Frétt mbl.is: Sólarlítið og vætusamt um helgina

Veðurhorfur á öllu landinu næsta sólarhringinn eru þessar:

Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðvestan 8-13 m/s og skúrir eða él norðaustanlands framan af degi, en lægir síðan og rofar til. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu á Suður- og Vestur-landi seint í kvöld, en sunnan 5-13 í fyrramálið og víða rigning, úrkomulítið austanlands. Hiti víða 5 til 13 stig í dag, hlýjast suðaustanlands, en hlýjast norðaustantil á morgun.

Veðrið á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn:

Hægir vindar og bjartviðri, en gengur í suðaustan 10-15 m/s með rigningu um miðnætti. Hiti 6 til 11 stig. Sunnan 5-10 á morgun, dálítil væta og hiti 6 til 9 stig.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert