Vinnutímatillagan útfærð

Stund milli stríða í Karphúsinu. Lítið hefur miðað á sáttafundum. …
Stund milli stríða í Karphúsinu. Lítið hefur miðað á sáttafundum. Í gær funduðu m.a. SGS og SA og hjúkrunarfræðingar og ríkið. Í dag koma iðnaðarmenn til fundar við SA. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki hafa fengist niðurstöður í kjaradeilurnar en þó eru viðræður komnar á það stig að Samtök atvinnulífsins vinna nú að bókun vegna tillögu samtakanna um vinnutímabreytingu. Bókunin yrði gerð ásamt Starfsgreinasambandinu, iðnaðarmönnum og verslunarmönnum.

Hnútar eru víða í viðræðum. Innan raða ASÍ hefur ekki verið eining um hverjar kaupkröfurnar eru. Aftur á móti virðast félög innan ASÍ sammála um að ekki komi til greina að afgreiða breytingar á vinnutímaákvæðum SA sem hluta af kjarasamningum að svo stöddu en þær megi útfæra og vinna að hugmyndum í vinnuhópum fram á næsta ár.

Það eru Samtök atvinnulífsins reiðubúin að skoða nánar og útfæra með athugasemdir ASÍ-félaga til hliðsjónar um að tillaga á borð við vinnutímabreytinguna þurfi lengri aðdraganda því um flókna kerfisbreytingu sé að ræða, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert