Ferskt kjöt á markað í næstu viku

Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls.
Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. mbl.is/Árni Sæberg

Dýralæknar innan Dýralæknafélags Íslands samþykktu á fimmtudag að bændum yrði úthlutað ákveðnum sláturdrögum og að sláturafurðir færu á markað. Hvenær geta neytendur átt von á fersku svína- og alifuglakjöti á markað? „Ég á von á því að það verði á þriðjudaginn,“ sagði Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, í samtali við mbl.is. 

Hingað til hafa svína- og kjúklingabændur þurft að setja sláturafurðir í frysti þegar þeir hafa fengið undanþágur til slátrunar. Dýralæknafélag Íslands veitir undanþágu núna til að koma í veg fyrir að framleiðendur svína- og alifuglakjöts eigi í erfiðleikum með að afla fóðurs fyrir búfénaðinn.

Sveinn Vilberg bætti við að þetta væri léttir. „Ég er allavega ánægur með þessa niðurstöðu og finnst þetta skref í rétta átt.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa hugmynd um hvort sjái fyrir endann á verkfalli dýralækna. „Nei, ég er ekki staddur á þeim fundum og veit því ekkert hvað gerist þar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert