Tom Jones og Tékkaleikur í hættu

Tom Jones
Tom Jones AFP

Fyrirhugaðir tónleikar Toms Jones í Laugardalshöll 8. júní og landsleikur Íslands og Tékklands í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu 12. júní gætu verið í hættu ef til verkfalla flugafgreiðslumanna kemur hinn 6. júní.

„Nú bíður maður og vonar bara að menn fari að semja,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Hann segir áætlað að Jones komi með einkaþotu. Þá sé óvíst hvernig verði með gistingu kappans ef til verkfalla kemur.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að verkfall flugafgreiðslumanna sé mikið áhyggjuefni. „Tékkarnir tóku þúsund miða og þeir hafa selt megnið af þeim. Þetta fólk kemst ekkert ef hér verður verkfall og leikmenn ekki heldur. Það eru bara fjórir leikdagar sem félögin leyfa leikmönnum Íslands að fara í landsleiki og við erum að spila á þessum dögum. Dagatalið er fullbókað,“ segir Geir. Hann segir að UEFA sé meðvitað um stöðu mála. „Við myndum alfarið þurfa að treysta á velvilja klúbbanna ef við ættum að fá aðra leikdaga,“ segir Geir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert