Héðinn Íslandsmeistari í skák

Hjörvar Steinn og Héðinn áttust við í dag.
Hjörvar Steinn og Héðinn áttust við í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Héðinn Steingrímsson varð í dag Íslandsmeistari í skák eftir að hafa lagt Hjörvar Stein Grétarsson í lokaumferð mótsins.

Fyrir síðustu umferðina var Héðinn með 8,5 vinninga og Hjörvar Steinn 8. Var því um hreina úrslitaskák að ræða í dag þar sem Hjörvar þurfti á sigri að halda en Héðni hefði dugað jafntefli.

Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Héðins en hann vann titilinn fyrst árið 1990 aðeins 15 ára gamall. Annar titill hans kom árið 2011.

Frá verðlaunaafhendingunni.
Frá verðlaunaafhendingunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert