Íslendingar Norðurlandameistarar í brids

Íslenska landsliðið á gönguferð ofan við Þórshöfn í vikunni.
Íslenska landsliðið á gönguferð ofan við Þórshöfn í vikunni.

Íslenska landsliðið varði um helgina Norðurlandameistaratitil sinn í opnum flokki í brids. Mótið var haldið í Færeyjum.

Sigur Íslands var afar öruggur og voru úrslitin ráðin þegar tvær umferðir voru eftir. 

Ísland hlaut samtals 128,05 stig en Færeyingar höfnuðu í öðru sæti með 107,33 stig. Danir voru í þriðja sæti með 101,02 stig. Þetta er langbesti árangur Færeyinga á Norðurlandamótinu, en þeir hafa tekið þátt í fjölda ára og ekki unnið til verðlauna fyrr en nú.

Norðurlandamótið í brids er haldið annað hvert ár og fór íslenska landsliðið með sigur af hólmi í seinustu keppni, árið 2013.

Lið Íslands í opnum flokki skipuðu Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Gunnlaugur Sævarsson, Kristján M. Gunnarsson, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson. Jón var spilandi fyrirliði með liðinu og honum til aðstoðar er Jafet Ólafsson.

Í kvennaflokki hafnaði íslenska landsliðið í fjórða sæti af fimm. Danir urðu Norðurlandameistarar.

Kvennaliðið skipuðu þær Bryndís Þorsteinsdóttir, María Haraldsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Una Sveinsdóttir. Ólöf Þorsteinsdóttir var þeim til aðstoðar.

Lið Íslands í opnum flokki skipa Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn …
Lið Íslands í opnum flokki skipa Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Gunnlaugur Ssævarsson, Kristján M. Gunnarsson, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson. Jón er spilandi fyrirliði með liðinu og honum til aðstoðar verður Jafet Ólafsson. Ljósmynd/Bridgesamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert