Týr á leiðinni heim

Varðskipið Týr.
Varðskipið Týr. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Týr er nú á leiðinni heim frá Miðjarðarhafi eftir sex mánuði við landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Upphaflega var ráðgerð að varðskipið yrði í rúma tvo mánuði við eftirlitið.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni sigldi Týr frá Ítalíu til Spánar í dag þar sem olía og vistir verða teknar fyrir siglinguna til Íslands. Ráðgert er að skipið komi til Íslands 2. júní. 

Flugvél gæslunnar, TF-SIF, er enn að störfum við Miðjarðarhafið, en vélin fór út um síðustu mánaðarmót. Mun hún áfram sinna gæslu eitthvað áfram.

Áhafnarmeðlimir á Tý hafa undanfarna mánuði bjargað hundruðum flóttamanna sem fara á ótraustum fleytum yfir hafið frá Afríku.

Á fjórða hundrað flóttamenn um borð í Týr á leið …
Á fjórða hundrað flóttamenn um borð í Týr á leið til hafnar í síðasta mánuði. Photo: Icelandic coastguard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert