Skýjað fram eftir viku

Spáð er skýjuðu veðrið í vikunni um allt land.
Spáð er skýjuðu veðrið í vikunni um allt land. mbl.is/Styrmir Kári

Útlit er fyrir skýjað veður víðast hvar á landinu í vikunni. Í kvöld koma rigningaský yfir vesturhluta landsins á meðan á Austurlandi er hálfskýjað og hiti allt að 10 stig.

Á morgun verður skýjað á Norðurlandi og úrkoma. Á Suðurlandi verður hálfskýjað en þar gæti líka fallið einhver úrkoma, skúrir eða rigning. Hitinn um allt land verður á bilinu 4-9 stig.

Á miðvikudag verður skýjað á öllu landinu en sólin gæti gert eitthvað vart við sig á suð-vesturhorninu. Úrkoma verður víða og jafnvel slydda eða snjór á köldustu svæðunum á Norður- og Austurlandi. Annars staðar verður hitinn í kringum 6-11 gráður.

Sömu sögu er að segja á fimmtudag. Þar verður hlýtt á Suðurlandi en skýjabakkar á víð og dreif. Á Norðurlandi er spáð skýjuðu og rigningu. Hitinn þar verður aðeins lægri en fyrir sunnan, eða á bilinu 0-4 gráður. Á Suðurlandi verður hitinn frá 5-10 gráður.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert