Árangur í raungreinum óviðunandi

Verkfræðingar telja stöðu stærðfræðinnar óviðunandi í íslenskum skólum.
Verkfræðingar telja stöðu stærðfræðinnar óviðunandi í íslenskum skólum. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ísland hafnaði í 33. sæti af 76 samkvæmt niðurstöðum stórrar könnunar á vegum Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um kunnáttu 15 ára nemenda í stærðfræði og raungreinum, líkt og kom fram í frétt mbl.is þann 13. maí sl.

Asía skarar fram úr

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) telur niðurstöðuna óviðunandi fyrir Ísland og mikilvægt að yfirvöld menntamála bregðist við, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Verkfræðingafélagið lætur sér mjög annt um tækni- og verkfræðinám hér á landi eins og víðast hvar annars staðar. Við vitum að stærðfræði og raungreinar eru undirstaða þess náms og ef við búum okkar nemendur ekki undir slíkt nám má segja sem svo að búið sé að takmarka tækifæri þeirra í atvinnu- og menntamálum til framtíðar,“ segir Kristinn Andersen, formaður VFÍ, og bætir við að Ísland hljóti að geta gert betur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert