Bifhjólamaðurinn erlendur ferðamaður

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Ljósmynd/Lögreglan á Vesturlandi

Manninum sem lenti í umferðarslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði síðdegis í gær er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var á ferð á bifhjóli eftir holóttum malarvegi í Hvítársíðu þegar hann missti stjórn á ökutækinu. 

Unnusta mnnsins var farþegi á hjólinu og slapp hún án teljandi meiðsla. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang á fimmta tímanum í gær en þá hafði maðurinn verið endurlífgaður á vettvangi.

Töluverð lausamöl var á malarveginum og einnig svokölluð „þvottabretti“ sem geta verið varasöm, líkt og kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Frétt mbl.is: Haldið sofandi í öndunarvél

Frétt mbl.is: Alvarlegt slys í Borgarfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert