Bílastæðagjald fýsilegra en náttúrupassi

Ferðamenn á Geysissvæðinu.
Ferðamenn á Geysissvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bílastæðagjöld við ferðamannastaði gætu skilað meiri tekjum en ætlunin var að afla með sölu náttúrupassa, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis.

Hann segir að Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvegaráðherra, væri nú með það á sínu borði að leggja fram tillögu um að afla tekna til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Jón vera þeirrar skoðunar að hugmyndin um innheimtu gjalda fyrir bílastæði við ferðamannastaði væri mest spennandi af þeim tekjuöflunarhugmyndum sem fram hafa komið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert