Bráðalæknar styðja heilbrigðisstarfsmenn

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í nótt að öllu óbreyttu.
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í nótt að öllu óbreyttu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Félag bráðalækna hefur lýst yfir stuðningi við „eðlilegar kröfur heilbrigðisstétta“ í kjaradeilu þeirra við ríkið. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem samþykkt var á aðalfundi í kvöld.

Aðalfundurinn vill árétta mikilvægi þess að samið sé við heilbrigðisstéttir hið fyrsta með þeim hætti sem leiðir ekki til frekari atgerfisflótta frá opinberum heilbrigðisstofnunum á Íslandi en þegar er orðið.

„Laun og starfskjör heilbrigðisstétta hafa ekki verið samkeppnishæf síðustu ár sem hefur auk atgervisflótta leitt til skertrar nýliðunar í stéttunum. Raunveruleg hætta er á að heilbrigðiskerfið verði sem mun vera erfitt og taka langan tíma að bæta upp,“ segir í ályktuninni.

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í nótt að öllu óbreyttu.

Sjá frétt mbl.is: Aðeins lífsbjargandi þjónusta í boði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert