Gróðurinn kemur vel undan vetri

Eftir langan og snjóþungan vetur hefur vorið farið hægt af stað og gróður hefur verið heldur lengur að taka við sér en á undanförnum árum. Dæmi eru um að plöntur og tré séu mánuði síðar á ferðinni en í fyrra þó er gróður að koma nokkuð vel undan vetri að sögn Jónu Valdísar Sveinsdóttur, yfirgarðyrkjufræðings í Grasagarðinum.

Þar hefur t.a.m. oft verið blómlegra um að litast á sama tíma en hún segir að snjórinn í vetur hafi verndað gróðurinn og að hann njóti þess að ekki hafi verið frost í jörðu þegar snjóaði fyrst í haust. Þá hafi ekki verið mikill klaki í vetur sem geti farið illa með gróður.

Áhugasamir geta farið í garðinn á laugardag þegar boðið verður upp á fræðslu um umhirðu og sáningu á krydd- og matjurtum á milli kl. 11-13. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert